fbpx

Persónuvernd

Persónuverndarstefna Dýralæknaþjónustu Kópavogs

Við, Dýralæknaþjónusta Kópavogs ehf. leggjum mikla áherslu á að tryggja persónuvernd og öryggi notenda á vefsíðunni okkar, dyrko.is. Þessi persónuverndarstefna lýsir hvernig við vinnum með persónuupplýsingar sem við söfnum í tengslum við notkun þína á vefsíðunni okkar.

Hvernig við söfnum upplýsingum

Við söfnum persónuupplýsingum þegar þú hefur haft samband við okkur eða sent okkur fyrirspurn í gegnum vefinn. Þær upplýsingar sem við söfnum eru:

  • Persónulegar upplýsingar (nafn, heimilisfang, tölvupóstur, sími)
  • Uppruni og tegund beiðnar
  • Upplýsingar um kaup (kaup á vöru eða þjónustu)

Hvers vegna við söfnum gögnum

Við notum upplýsingarnar þínar til að bæta þjónustu okkar til þín, til að vinna hraðar úr beiðnum og til að tryggja að samband okkar sé betra. Við getum nýtt upplýsingar þínar á eftirfarandi hátt:

  • Tryggja að auðvelt sé að hafa samband við þig
  • Veita þér þær upplýsingar sem þú hefur óskað eftir
  • Senda þér viðeigandi upplýsingar um vöru og/eða þjónustu
  • Mæla frammistöðu auglýsinganna okkar
  • Mæla frammistöðu sölu og  þjónustu
  • Að bæta vöru úrval, þjónustu og upplýsingar

Með fyrirvara um fyrirfram samþykki gætum við einnig notað persónuupplýsingar þínar til að:

  • Senda persónulegar auglýsingar um vöru og þjónustu
  • Veita persónulega upplifun á viðskiptum
  • Framkvæma kannanir á þjónustu

Hvernig við tryggjum öryggi og vernd persónuupplýsinganna

Við vinnum með persónuupplýsingarnar þínar í samræmi við grunnreglur tilskipana Persónuverndar um gagnavernd. Við höfum tekið viðeigandi tæknilega og skipulagsháttalega öryggisráðstafanir til að vernda persónuupplýsingarnar þínar fyrir óheimilum aðgangi, tapi, eyðingu eða skemmdum.

Athugasemdir

Þegar gestir skilja eftir athugasemdir á síðunni söfnum við gögnunum sem sýnd eru á athugasemdarforminu, og einnig IP-tölu og notenda streng úr vafra til að hjálpa til við að greina ruslpóst.

Nafnlaus strengur sem búinn er til úr netfanginu þínu (einnig kallað hash) gæti verið veitt til Gravatar þjónustunnar til að sjá hvort þú notar það. Persónuverndarstefna Gravatar þjónustunnar er fáanleg hér: https://automattic.com/privacy/. Eftir að þú hefur samþykkt athugasemdina þína er prófílmyndin þín sýnileg almenningi í samhengi við athugasemdina þína.

Myndefni

Ef þú hleður upp myndum á vefsíðuna ættir þú að forðast að hlaða upp myndum með innbyggðum staðsetningargögnum (EXIF GPS) innifalin. Gestir vefsíðunnar geta hlaðið niður og dregið hvaða staðsetningargögn sem er úr myndum á vefsíðunni.

Innfellt efni frá öðrum vefsíðum

Greinar á þessari síðu geta innihaldið innfellt efni (t.d. myndbönd, myndir, greinar osfrv.). Innfellt efni frá öðrum vefsíðum hegðar sér á nákvæmlega sama hátt og ef gesturinn hafi heimsótt hina vefsíðuna.

Þessar vefsíður kunna að safna gögnum um þig, nota vafrakökur, fella inn viðbótarrakningu þriðja aðila og fylgjast með samskiptum þínum við það innfellda efni, þar með talið að fylgjast með samskiptum þínum við innfellda efnið ef þú ert með reikning og ert skráður inn á þá vefsíðu.

Hversu lengi við geymum gögnin þín

Ef þú skilur eftir athugasemd er athugasemdin og lýsigögn (e. metadata) hennar varðveitt um óákveðinn tíma. Þetta er til þess að við getum þekkt og samþykkt allar eftirfylgni athugasemdir sjálfkrafa í stað þess að halda þeim í handvirku samþykktarferli.

Fyrir notendur sem skrá sig á vefsíðu okkar, geymum við einnig persónuupplýsingarnar sem þeir gefa upp á notendaprófílnum sínum. Allir notendur geta séð, breytt eða eytt persónulegum upplýsingum sínum hvenær sem er (nema þeir geta ekki breytt notandanafni sínu). Stjórnendur vefsíðna geta einnig séð og breytt þeim upplýsingum. Ef þú lendir í veseni með að uppfæra persónuupplýsingar sendu þá póst á [email protected].

Taflan hér að neðan lýsir hámarks tíma sem við geymum persónuupplýsingar þínar. Þegar tíminn rennur út eru gögnin þín örugglega fargað.

TilgangurGeymslu tími:
Upplýsingar veittar af viðskiptavinum með fyrir fram samþykki.5 ár.
Viðeigandi upplýsingar sem eru sendar á tengiliðaskrá varðandi sölu, þjónustu, þjónustukannanna og til að mæla árangur auglýsinga5 ár hjá viðskiptavinum annars 3 ár.
Sérsniðnar persónulegar upplýsingar sem sendar eru á viðskiptavini um vöru eða þjónustu.5 ár hjá viðskiptavinum annars 3 ár.
Niðurstöður úr þjónustukönnunumLíftíma könnunar. 

Hverjir hafa aðgang að persónuupplýsingunum

Við gætum deilt persónulegum upplýsingum þínum með samstarfsaðilum okkar til að bæta þjónustu. Við treystum engum fyrir þínum upplýsingum sem við persónulega myndum ekki treysta sjálf. Þannig tryggjum við að þeir séu eins skuldbundnir og við varðandi verndun á gögnin þín og upplýsingum.

Hvernig geta notendur fengið upplýsingar um persónuupplýsingarnar sínar, breytt þeim eða eytt þeim?

Ef þú vilt fá þær persónuupplýsingunum sem við höfum um þig, breyta þeim eða eyða þeim, vinsamlegast sendu tölvupóst á [email protected].

Hvernig uppfærir Dýralæknaþjónusta Kópavogs ehf. persónuverndarstefnuna?

Við kunnum að uppfæra þessa persónuverndarstefnu annað veifið með því að gefa út breytta útgáfu á vefsvæðunum okkar. Við mælum með að notendur kynni sér reglulega stefnuna til ađ vera vel upplýstir um hvernig viđ vinnum međ persónuupplýsingunum.

Ef þú hefur einhverjar spurningar eđa athugasemdir varđandi persónuverndarstefnuna okkar, vinsamlegast hafđu samband við okkur í gegnum tölvupóst: [email protected]